Flensborgarskólinn í Hafnarfirði starfrækir íþróttaafrekssvið í samstarfi við ÍBH (Íþróttabandalag Hafnarfjarðar), öll íþróttafélög á landinu og ÍSÍ. Sviðið er hluti af námsbrautum til stúdentsprófs en séráfangar sviðsins eru ýmist teknir hjá skólanum eða viðkomandi íþróttafélagi. Komið er til móts við nemendur á íþróttaafrekssviði t.d. vegna keppnisferða með tilhliðrun prófa og verkefna.
Verkefnastjóri íþróttaafrekssviðsins er Díana Guðjónsdóttir. Hún er með fasta viðtalstíma í viðtalsherberginu í Hamri á mánudögum á milli kl. 09-11:30. Einnig er hægt að senda henni tölvupóst með hinar ýmsu fyrirspurnir á diana@flensborg.is