Flensborgarskólinn - BókasafnBókasafn Flensborgarskólans

Flensborgarskólinn var stofnaður árið 1882 til minningar um Böðvar Þórarinsson. Bókasafnið hóf upphaflega starfsemi sína einum áratug síðar eða veturinn 1893-1894. Það er því meira en einnar aldar gamalt. Nafn þess var þá Bókasafn Skinfaxa og umsjón þess var í höndum nemenda sem borguðu einnig til þess ákveðna fjárhæð árlega og einnig voru ýmsar skemmtanir haldnar til styrktar safninu. Safn þetta lýkur göngu sinni á árum heimsstyrjaldarinnar síðari.

Á árunum um eða eftir 1970 var safnið tekið upp úr kössum og hefur það starfað samfellt síðan. Safnið er búið miklum bókakosti. Fyrsti bókavörður þess var Eyjólfur Guðmundsson, kennari.

Starfsmenn

Allt|A|Á|B|C|D|E|É|F|G|H|I|Í|J|K|L|M|N|O|Ó|P|Q|R|S|T|U|Ú|V|W|X|Y|Ý|Z|Þ|Æ|Ö

Bergljót Gunnlaugsdóttir Forstöðumaður bókasafnsbg@flensborg.is

 
         Google Scholar  

Hlutverk safnsins
 
Hlutverk bókasafnsins er að veita nemendum alhliða aðstoð í upplýsingaöflun og jafnframt að stuðla að upplýsingalæsi nemenda og sjálfstæðum vinnubrögðum þeirra í leit og úrvinnslu heimilda, óháð því í hvaða formi upplýsingarnar eru.

Almennir opnunartímar safnsins:

Mánudagar 8.00-16.00
Þriðjudagar  8.00-16.00
Miðvikudagar  8.00-16:00
Fimmtudagar 8.00-16.00
Föstudagar 8.00-14.00 

Bókasafn skólans er á miðhæði í Miðhúsi, sími: 565 0437.

Um þjónustuna

 • Við aðstoðum nemendur í að afmarka upplýsingaþörfin,  staðsetja, meta, skipuleggja og nota upplýsingar á skilvirkan og ábyrðan hátt. Sjá vef í upplýsingalæsi:  http://www.upplysing.is/upplysingalaesi/index.htm 
   
 • Safnið á a.m.k. eitt eintak af öllum kennslubókum en það eintak er hugsað sem varaeintak ef nemendur hafa ekki sitt eintak við hendina.  Kennslubækur fara í innanhúslán sem þeir skrá sjálfir á sig. Nætur og helgarlán eru öll tölvuskráð.
   
 • Öll önnur útlán - þ.e. "venjuleg útlán" bókmenntir og heimildir í ritgerðir eru  til 3 vikna.
   
 • Á safninu fá nemendur góð ráð og aðstoð við heimildarleitir.
   
 • Allir nemendur eru skráðir í útlánakerfið þegar kennsla hefst - engin kort nauðsynleg.  
   
 • Hægt er að panta bækur sem eru í útláni - og fá sýnikennslu um hvernig það er gert á netinu/ Í Gegni.
   
 • Alveg óheimilt er að vera með mat og drykk á bókasafni. 
   
 • Nemendur ber að skila bókum í síðasta lagi síðasta kennsludag á hverri önn.

Athygli er sérstaklega vakin á því að nemendur þurfa að hafa gert full skil við bókasafnið áður en einkunnir eru afhentar haust og vor.


 
 

Flensborgarskólinn | Hringbraut 10 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 0400 | flensborg@flensborg.is