Flensborgarskólinn - Nemendaþjónusta



 

Skimunarpróf nýnema H2016

 

Námsráðgjöf

 

Hlutverk námsráðgjafa Flensborgarskólans er að standa vörð um velferð nemenda og vera málsvari þeirra innan skólans. Nemendur geta leitað til námsráðgjafa í trúnaði. Námsráðgjafar eru til staðar fyrir nemendur og eru tilbúnir til að leiðbeina þeim í öllum þeim málum sem geta haft áhrif á námsframvindu þeirra. Námsráðgjafi aðstoðar nemendur við að finna sínar eigin lausnir í þeim málum er hamla þeim í námi.

 

Það er eitt af markmiðum námsráðgjafa að samstarf heimilis og skóla sé sem öflugast þannig að hægt sé að vinna saman að velferð nemenda. Nemendur og foreldrar/forráðamenn eru hvattir til að hafa samband við námsráðgjafa ef eitthvað bjátar á sem þeir telja að geti hamlað þeim í námi, stórt eða smátt.

 

Hafi nemendur greiningar um námserfiðleika eru þeir hvattir til að koma þeim sem allra fyrst til skila til námsráðgjafa eða lestrarráðgjafa skólans. Öðruvísi er ekki hægt að greiða götu þeirra varðandi stuðning og úrræði.

 

 

Allt|A|Á|B|C|D|E|É|F|G|H|I|Í|J|K|L|M|N|O|Ó|P|Q|R|S|T|U|Ú|V|W|X|Y|Ý|Z|Þ|Æ|Ö

Anna Katrín Ragnarsdóttir Námsráðgjafiannakatrin@flensborg.is
Helga Valtýsdóttir Námsráðgjafihelgav@flensborg.is
Rannveig Klara Matthíasdóttir ÍSAN HÁMA / Sérkennsluráðgjafirannveigklara@flensborg.is
Sævar Már Gústafsson Sálfræðingursaevar@flensborg.is
Sunna Þórarinsdóttir (leyfi) Námsráðgjafisunna@flensborg.is

 

Viðtalstímar og staðsetning

 

Viðtalstímar:
09:00 - 15:00 þriðjudaga til fimmtudaga
09:00 - 14:00 föstudaga

 

Skrifstofur námsráðgjafa eru staðsettar á fyrstu hæð í Hamri, við hliðina á fyrirlestrarsalnum.
Hægt er að líta við hjá námsráðgjafa og bóka tíma, senda póst á netföng eða hringja í síma 565 0400 og fá samband við námsráðgjafa.
 

 


 

Hvað gerir námsráðgjafi?

 

Veitir náms- og starfsráðgjöf

 • aðstoðar nemendur við val á námsleiðum innan skóla sem utan
 • styður nemendur í sjálfsskoðun til að auðvelda náms- og starfsval
 • leggur áhugasviðssgreiningar fyrir nemendur
 • styður nemendur í því að bæta námsvenjur sínar, setja sér markmið og auka sjálfsábyrgð í námi
 • heldur námstækninámskeið og önnur námskeið sem stuðla að bættum námsvenjum
 • veitir nemendum með námserfiðleika stuðning og ráðgjöf

Veitir persónulega ráðgjöf

 • greinir vanda nemenda og vísar þeim til annarra sérfræðinga ef við á
 • veitir nemendum stuðning vegna tímabundinna erfiðleika eða áfalla
 • heldur prófkvíðanámskeið þar sem nemendur læra að takast á við kvíða og streitu
 • heldur sjálfsstyrkinganámskeið til að stuðla að bættri líðan og árangri þátttakenda

Námsráðgjafi kemur að ýmsum öðrum málum s.s.

 • kynningarstarfi á skólanum
 • samstarfí við ýmsa fagaðila utan skólans
 • leiðbeinir umsjónarkennurum
 • skipuleggur móttöku nýnema
 • stendur fyrir ýmisskonar námskeiðum
 • vinnur að þróunarsstarfi innan skólans
 • er í nánu samstarfi við lestrarráðgjafa vegna nemenda með greiningar um lestrarerfiðleika
 • er í samstarfi við foreldra/forráðamenn
 • hefur milligöngu um ýmis stuðningsúrræði fyrir nemendur með sérþarfi / fatlaða nemendur
 • sinnir þeim málum er upp koma og varða velferð nemenda og velgengni innan skólans
 • og fleira eftir því sem við á

Námsráðgjafar eru trúnaðarmenn nemenda innan skólans.

Flensborgarskólinn | Hringbraut 10 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 0400 | flensborg@flensborg.is