ÍSLE3FÉ05

ÍSLE 3FÉ05 - Félagsleg málvísindi

Viðfangsefni: Félagsleg málvísindi
Lýsing: Í áfanganum verður tungumálið skoðað frá ýmsum hliðum. Fjallað verður um muninn á tjáningu manna og dýra og á málnotkun fullorðinna og barna. Þá verður einnig fjallað um máltöku barna og skoðuð mismunandi málnotkun ólíkra hópa. Auk þess skoða nemendur hvort málsnið og málfar á netinu sé á einhvern hátt frábrugðið því sem gerist og gengur og hvaða áhrif samfélagsmiðlar hafa haft á tungumálið. Nemendur kynna sér fræðilegar greinar sem tengjast efninu og gera margvíslegar málfarsrannsóknir. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð, viðeigandi meðferð og frágang heimilda. Verkefni eru fjölbreytt og reyna á frumkvæði, víðsýni og gagnrýna hugsun.
Forkröfur: ÍSLE2MB05
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • máltöku barna
 • sérstöðu mannsins þegar kemur að tungumáli
 • félagslegum þáttum sem geta haft áhrif á málfar fólks
 • áhrifum samfélagsmiðla og annarrar nútímatækni á þróun tungumála
 • margvíslegum tjáskiptum
 • heimildanotkun og gildi mismunandi heimilda
 
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • gera mismunandi málfarsathuganir
 • beita viðurkenndum rannsóknaraðferðum
 • greina ýmis félagsleg einkenni tungumáls
 • greina mismunandi málsnið og tal ólíkra hópa
 • nota málfræðihugtök tengd efninu
 • draga saman og nýta á viðurkenndan og gagnrýninn hátt upplýsingar úr heimildum og meta áreiðanleika þeirra
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • sýna skilning á áhrifum félagslegra þátta á tungumál og samskipti
 • leggja mat á og efla eigin málfærni og annarra, t.d. með því að nýta málfræðiupplýsingar og þekkingu sína á íslenska málkerfinu
 • skilja hvernig og hvers vegna tungumál þróast
 • skrifa skýran, vel uppbyggðan og grípandi texta og geta valið ritstíl eftir aðstæðum og viðtakendum
 • taka þátt í málefnalegum umræðum, tjá afstöðu sína og efasemdir um efnið og komast að rökstuddri niðurstöðu
 • nýta sér og leggja mat á heimildir af ýmsum toga í tengslum við námsefni og verkefnavinnu á ábyrgan og viðeigandi hátt