Opin námsbraut

Leiðbeiningar fyrir nemanda á opinni námsbraut, að fara á 2. ár

Brautarkröfuna þína sérðu í Innu (undir „Námsferill“). Kjarnaáfangarnir eru efst. Þá þarftu alla að taka. Athugaðu samt að þú þarft ekki að klára kjarnann áður en þú velur bundið val. Mikilvægt er að taka það samhliða.

 Hér er áfangaframboð haustsins.

 Hér er langtímaáætlun á áfangaframboðinu.

Svona velurðu í Innu

Að öðru leyti fer áfangavalið þitt eftir því hvernig þú ætlar að setja saman brautina þína. Þar er mikilvægt að þú skoðir:

  • Hvernig áfangar raðast á annir, margir af áföngum skólans eru bara kenndir aðra hverja önn.
  • Að þú sért að lágmarki með 35 einingar á 3. hæfniþrepi og 70 á 2. hæfniþrepi, samtals.
  • Að þú hugsir strax um hvernig þú ætlar að raða saman fögunum og hafir til hliðsjónar t.d. æskileg hæfniviðmið í því háskólanámi sem þú stefnir á.

Ef þú ert ekki byrjuð/aður á 3. tungumáli er best að gera það núna, því þú þarft að taka þrjá áfanga í röð (á þremur önnum).

Eðlilegt er að halda áfram í íslensku og gott er að ljúka stærðfræðinni í kjarnanum.

Hér eru leiðbeiningar um leiðina í gegnum íslenskunaenskuna og stærðfræðina.

Ekki velja umhverfisfræðina strax, þú þarft að vera komin(n) á 3. hæfniþrep í íslensku og ensku áður en þú tekur hana.

Þú átt að velja HÁMA1HV02 (sem er 3. áfangi) og svo geturðu valið úr heilsueflingaráföngum. Það er gott að taka þá samhliða HÁMA-áföngunum því þeir raðast gjarnan í sama stokk í stundatöflunni. Allir nemendur (nema afreksíþróttanemendur) taka þrjá HLSE áfanga, þ.e. HLSE1AH02 og tvo til viðbótar.

Ef þú vilt útskrifast á 3 árum þarftu að fá fulla töflu allar annir. Því er mikilvægt að þú veljir 6 áfanga plús hámark/heilsueflingu.

Mundu að velja 2 áfanga í varaval (fyrr geturðu ekki vistað valið).

Þú getur líka sótt brautarlýsinguna í excel og merkt inn hvað þú ert búin(n) með og hvað þú átt eftir.

Nemendur á afrekssviði:

Næsti afreksíþróttaáfangi heitir AÍÞR1SÆ02. Þú verður að velja hann. Þar að auki ættirðu að íhuga að velja ÍÞRM1MM02 og/eða SKYN2EÁ01 og/eða annan hvorn ÍÞRF - áfangann, ef þú ert ekki búin(n) að því.