Nemendur að fara á 4. ár

Nemendur að fara á 4. ár

Hér gilda svipaðar leiðbeiningar fyrir allar brautir.
Þú sérð brautarkröfuna þína í Innu, undir Námsferill -brautir. Þú þarft að skoða hvort þú ert búin(n) að uppfylla allar kjarnagreinarnar, hvort þriðja tungumál, íslenska, raungreinar, félagsgreinar og heilsuefling sé uppfyllt. 

Þú þarft að skoða bundna valið, ertu komin(n) með nóg af einingum þar? Yfirleitt eru 6-10 áfangar skylda þar. Það mega þó vera allt að 2 áfangar af bundnu vali annarra brauta (nema hjá íþróttaafrekssviði, þar þarf allt bundna valið að vera af þinni braut).

Merktu til öryggis við á excelskjalinu sem fylgir þinni braut og berðu valið þitt undir námsráðgjafa, námsferilsstjóra eða áfangastjóra til að athuga hvort allt sé klappað og klárt. 

Veldu VIBS1LO01 ef þú ert að fara á lokaönnina þína.