Viðskipta- og hagfræðibraut 3. ár

Almennar leiðbeiningar 

Nú líður að lokum á náminu hjá þér. Athugaðu að þó þú sért á þriðja ári er ekki víst að þú náir að klára í vor. Til þess þarftu að ljúka að meðaltali 33,3 einingum á önn og tryggt að einingar í grunnfögunum á 1. þrepi séu ekki fleiri en 15, annars þarftu að taka meira en 200 einingar. Ýmislegt annað gæti líka staðið í veginum, s.s. runur af áföngum sem þú verður að taka, þar sem einn áfangi er undanfari þess næsta.

Athuganir okkar sýna að einungis um fjórðungur nemenda lýkur náminu á sex önnum, algengara er að nemendur þurfi að taka sjö annir.

Við mælum með því að þú notir brautalýsinguna og excelblaðið, merkir við það sem þú ert búin(n) með og sjáir þannig hvað stendur út af.

Athugaðu að þú þarft að ljúka öllum grænu áföngunum, og gulu að hluta (2 áfanga í íslensku á 3. þrepi, 2 náttúrufræðiáfanga og 2 félagsvísindaáfanga). Svo þarftu að ljúka a.m.k. 40-45 einingum af bundnu vali (rauðu áföngunum) Reyndar mega allt að 2 af þeim áföngum vera af bundnu vali annarra brauta eða utan brauta. Svo þarftu að vera með a.m.k. 200 einingar við námslok. Athugaðu að háskólarnir hafa uppfært æskilegu hæfniviðmiðin þannig að víða þarf meiri stærðfræði en er á kjarna brautarinnar. VIð mælium eindregið með að nemendur taki STÆR3HV05 og STÆR3MD05 sem tvo af rauðu áföngunum.

Mikilvægt er að þú skoðir vel hæfniviðmið háskólanna fyrir það nám sem hugur þinn stefnir á.

Best er að þú hafir samband við Hrefnu Geirsdóttur, umsjónarmann námsferla, ef þú ert ekki þegar búin(n) að því. Hún fer yfir ferilinn með þér, sér hvort allt sé í lagi og ráðleggur þér hvað þú átt að velja. Þú færð upplýsingar um viðtalstíma hennar á skrifstofunni.

Á síðustu önninni þinni velurðu áfangann VIBS1LO01 (sem hét áður LOK171).

Hér eru tvær töflur sem sýna áfangana sem eru í boði á næstu önn og líka, ef þú verður ennþá hjá okkur í haust, langtímaframboðið

Mundu að velja varaval. Inna gerir kröfu um að tveir áfangar séu skráðir í varaval, annars tekst ekki að vista valið. Ef stefnan er tekin á útskrift í maí, þarftu að skoða, þegar stundaskráin þín verður tilbúin í byrjun janúar, hvort þú fékkst ekki örugglega það sem þarf til að útskrifast. Einnig, ef þú reiknar með 7. önninni, að athuga hvort þú hafir ekki örugglega komist inn í þá áfanga sem þú ætlar að taka, en eru ekki kenndir á haustönnum.

Afrekssviðið

Her er brautalýsing viðskipta- og hagfræðibrautarinnar með afrekssviðinu. Og hér er excelskjalið góða. Nemandi á 3. ári velur AÍÞR2HÁ03. Ef þú ert ekki búin(n) með íþróttafræði, íþróttameiðsl og/eða skyndihjálp, skaltu velja það.