Stjórn

Dagleg stjórn er í höndum skólameistara en honum til aðstoðar eru aðstoðarskólameistari, áfangastjóri og mannauðsstjóri.

Að auki er skólanefnd milliliður menntamálaráðuneytis og skólameistara. Þá hefur skólameistari skólaráð sér til aðstoðar um ýmis málefni. Sameiginlega fylgja þessir aðilar lögum og reglugerðum um framhaldsskóla, námskrám og fleiru sem tryggir að nemendur fái þá þjónustu sem þeir eiga að fá. 

 

Skólameistari: Magnús Þorkelsson

Aðstoðarskólameistari: Erla Sigríður Ragnarsdóttir

Áfangastjóri: Þorbjörn Rúnarsson

Mannauðsstjóri: Álfheiður Eva Óladóttir

Núverandi skólanefnd var skipuð formlega til fjögurra ára þann 20. desember 2012. Skólanefndin er skipuð fimm aðalmönnum auk þriggja áheyrnarfulltrúa frá starfsmönnum, nemendum og foreldrum. Núverandi skipan skólanefnda tók gildi 1990. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson var formaður nefndarinnar frá 1990 til ársloka 2001. Mjöll Flosadóttir var formaður frá 2002 til ársloka 2012. 

Skólanefnd Flensborgarskólans er svo skipuð:

Formaður:

 • Albert Már Steingrímsson

Aðrir aðalmenn:

 • Ingvar Viktorsson
 • Pétur Óskarsson
 • Ragnheiður Gestsdóttir
 • Jónatan Garðarsson

Áheyrnarfulltrúi kennara: 

 • Lilja Héðinsdóttir

Áheyrnarfulltrúi nemenda:

 • Ásta Sól Bjarkadóttir, oddviti NFF

Áheyrnarfulltrúi foreldra:

 • Elva Dögg Ásudóttir, formaður foreldrafélags skólans 

Varamenn:

 • Kristján Valgeir Þórarinsson
 • Anna Kristín Jóhannesdóttir
 • Árni Áskelsson
 • Ólöf Snæhólm Baldursdóttir
 • Bergljót Soffía Kristjánsdóttir
 • Áslaug Þórðardóttir, varamaður kennara