Frestun á prófum - skráning hefst

Nemendur sem eru með tvö próf á sama degi geta óskað eftir breytingum á próftöflu án gjalds, sjá nánar um prófreglur á heimasíðu skólans.

Þá er einnig hægt að óska eftir tilfærslu á prófi og taka það sem forfallapróf. Fyrir þá þjónustu þarf að greiða sérstaklega samkvæmt verðskrá skólans og ber að sækja um slíkt með góðum fyrirvara. 

Veikindi á próftíma ber að tilkynna til skrifstofu fyrir kl. 12 á prófdegi í síma 565-0400 eða með tölvupósti á netfangið skrifstofa@skrifstofa.is