- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
Hlutverk nemenda- og kennsluráðgjafa er að halda utan um nemendur er búa yfir greiningum sem geta aftrað þeim á einhvern hátt í námi og námsframvindu þeirra.
Skila þarf gögnum á skrifstofu skólans þar sem afrit er tekið og viðkomandi nemandi og forráðamaður (sé nemandi undir 18 ára) skrifa undir upplýst samþykki og meðferð gagnanna.
Nemenda- og kennsluráðgjafi upplýsir kennara viðkomandi nemanda um gögnin og kallar nemandann í viðtal þar sem farið er yfir almennt skipulag og þann stuðning sem er í boði.
Nemendur geta leitað til nemenda- og kennsluráðgjafa vegna skipulags í námi og almennt utan umhald.
Það er eitt af markmiðum nemenda- og kennsluráðgjafa að samstaf heimilis og skóla sé sem öflugast þannig hægt sé að vinna saman að velferð nemandans.
Nemenda- og kennsluráðgjafi er: Rannveig Klara Matthíasdóttir.
Nemandi og kennsluráðgjafi er við alla virka daga.
Panta þarf tíma í gegnum bókunarsíðu og er skrifstofa nemenda- og kennsluráðgjafa í Brekku á 2. hæð, á móti kennslustofu B204.