Sérúrræði í prófum

 

Nemendur sem skilað hafa inn greiningargögnum geta sótt um sérúrræði í prófum, bæði hlutaprófum og lokaprófum. Eftir að gögnum hefur verið skilað fer fram samtal við nemendaþjónustu um úrræði sem nemanda bjóðast.

Úrræðin eru aðeins veitt eftir viðtal hjá nemendaþjónustu skólans sem fer fram eftir að greiningargögnum nemanda hefur verið skilað og upplýst samþykki undirritað. Best er að gögnum sé skilað í upphafi skólagöngu.

 

Nemendaþjónusta styðst við greiningargögn nemenda og metur faglega þörf á úrræðum í samráði við nemanda. Úrræðin sem bjóðast eru eftirfarandi:

Lengri próftími: Allir nemendur sem fara í lokapróf fá lengri próftíma. Lokapróf taka eina og hálfa klukkustund að hámarki en nemendur hafa heimild til að sitja aukalega 30 mínútur í hverju prófi. Þessi lengdi próftími er sérstaklega hugsaður til að koma á móts við nemendur með skrif- og lesblindu.

  • Litaglæra - útskýringatexti. Nemendur koma með sína eigin glæru.
  • Stærra letur á prófi - útskýringatexti. Hægt er að óska eftir stærra letri á prófi og er það gert í samtali við nemendaþjónustuna.
  • Próf í tölvu - útskýringatexti. Nemendur koma með eigin tölvu.
  • Talþula - útskýringatexti. Afar mikilvægt er að nemendur noti eigin tölvu og heyrnartól.
  • Fámenn stofa - Allir nemendur sem hafa skilað inn greiningu um námserfiðleika til nemendaþjónustunnar og/eða eru með prófkvíða geta sótt um að vera í fámennri stofu í lokaprófum. Reynt er að hafa ekki fleiri en 7 nemendur í fámennum stofum. Fámenn stofa er fyrir nemendur sem eiga erfitt með að einbeita sér og þurfa ró og næði

 

Sótt er formlega um sérúrræði í lokaprófum rafrænt á INNU, en umsóknarfrestur er auglýstur vel á meðal nemenda bæði í pósti, á heimasíðu og á samfélagsmiðlum.