- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
Nemendur sem skilað hafa inn greiningargögnum geta sótt um sérúrræði í prófum, bæði hlutaprófum og lokaprófum. Eftir að gögnum hefur verið skilað fer fram samtal við nemendaþjónustu um úrræði sem nemanda bjóðast.
Nemendaþjónusta styðst við greiningargögn nemenda og metur faglega þörf á úrræðum í samráði við nemanda. Úrræðin sem bjóðast eru eftirfarandi:
Lengri próftími: Allir nemendur sem fara í lokapróf fá lengri próftíma. Lokapróf taka eina og hálfa klukkustund að hámarki en nemendur hafa heimild til að sitja aukalega 30 mínútur í hverju prófi. Þessi lengdi próftími er sérstaklega hugsaður til að koma á móts við nemendur með skrif- og lesblindu.
Sótt er formlega um sérúrræði í lokaprófum rafrænt á INNU, en umsóknarfrestur er auglýstur vel á meðal nemenda bæði í pósti, á heimasíðu og á samfélagsmiðlum.