- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
Í Flensborgarskólanum er unnið eftir hugmyndafræði um menntun til farsældar (e. Positive Education) en sú nálgun byggir á sýn jákvæðrar sálfræði. Menntun til farsældar hefur það meginmarkmið að stuðla að vellíðan og seiglu ungmenna og skapa jákvæðan skólabrag sem styður við að allir þeir sem tilheyra skólasamfélaginu megi blómstra, bæði nemendur og starfsfólk.
Áhersla er lögð á styrkleika, hugarfar, athyglisþjálfun (núvitund) og samfélagslega þátttöku. Allir nemendur skólans fara í gegnum fjögurra anna áfangakeðju sem kallast HÁMArk. Áfanginn miðar að því að styðja og hvetja þá til að efla sig sem einstaklinga og kynna fyrir þeim leiðir til að stuðla að vellíðan og seiglu.