- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
Flensborgarskólinn býður í fyrsta sinn nýnemum að taka endurtektarpróf áður en ný önn hefst í janúar 2026. Tilgangur endurtektarprófa er að tryggja viðeigandi grunnþekkingu og færni nemenda svo þeir geti haldið áfram námi sínu við skólann. Þannig fá tækifæri til að ljúka grunnáföngum í kjarnagreinum svo þeir geti haldið í við samnemendur í bekk sem og fylgt námi á braut.
Boðið er upp á endurtektarpróf í eftirfarandi áföngum:
* Skilyrði fyrir því að fá að taka endurtektarpróf er að nemandi hafi tekið lokapróf í áfanganum eða sambærilegt lokanámsmat.
* Nýnemum býðst að skrá sig í tvö endurtektarpróf að hámarki. Fyrir hvert próf greiða nemendur kr. 18.000. Hægt er að greiða gjaldið á skrifstofu skólans eða með millifærslu á reikning skólans: 0544-26-007895, kennitala 611175-1919.
Prófin verða haldin í Flensborgarskólanum 2. og 5. janúar 2026. Próftafla fyrir þessa daga verður birt þann 19. desember n.k.
Skráning í prófin fer fram á skrifstofu skólans dagana 16. og 17. desember á milli kl. 08.30 og 13.00. Einnig er hægt að hafa samband við skrifstofu með tölvupósti á netfangið skrifstofa@flensborg.is eða í síma 565 0400.
Skráning í próf er einungis gild eftir að greiðsla hefur farið fram.