Stöðupróf

Flensborgarskólinn býður upp á stöðupróf í erlendum tungumálum fyrir innritaða nemendur skólans. Hlutverk stöðuprófsins er að meta þekkingu, hæfni og leikni nemenda í viðkomandi tungumáli. Þeir sem vilja fá stöðumat í ensku ættu að hafa góðan grunn í viðkomandi tungumáli líkt og um móðurmál væri að ræða.

Til að fá stöðumat í dönsku, spænsku og þýsku þurfa nemendur að hafa verið búsettir í viðkomandi landi eða dvalið þar t.d. sem skiptinemar.

Stöðupróf eru auglýst hverju sinni en allar nánari upplýsingar veitir áfangastjóri.

Stöðumat kostar 25.000 kr.