- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
Flensborgarskólinn fær jafnlaunavottun
Niðurstöður fyrstu úttektar á jafnlaunakerfi Flensborgarskólans í Hafnarfirði sýna að kynbundinn launamunur er ekki til staðar. Flensborgarskólinn var einn af þremur fyrstu framhaldsskólum landsins til að hljóta jafnlaunavottun.
Jafnlaunavottun, sem framkvæmd var í september 2019 af BSI á Íslandi, faggildum vottunaraðila, staðfesti að starfsfólk skólans fær greidd sömu laun fyrir jafnverðmæt störf. Vottunin leiddi ennfremur í ljós að ákvarðanir um laun fela ekki í sér kynbundna mismunun. Þegar grunnlaun eru skoðuð og tekið hefur verið tillit til helstu þátta sem hafa áhrif á laun eru konur með 1,28% lægri laun en karlar. Þegar föst laun eru hins vegar skoðuð og tekið hefur verið tillit til helstu þátta sem hafa áhrif á laun eru konur með 0,95% lægri laun en karlar. Þegar heildarlaun eru skoðuð og tekið hefur verið tillit til helstu þátta sem hafa áhrif á laun eru konur með 1,90% lægri laun en karlar. Einnig kom í ljós að hlutfallsleg skipting kynjanna innan skólans er skökk, þar störfuðu 66% konur og 34% karlar í mars 2019. Skólinn leitast við að hafa kynjaskiptingu sem jafnasta.
Niðurstöður vottunar BSI á Íslandi staðfesta að Flensborgarskólinn uppfyllir þær kröfur sem lagðar eru fram samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. Flensborgarskólinn í Hafnarfirði var einn af þremur fyrstu framhaldsskólum landsins til að fá jafnlaunavottun á árinu 2019 og jafnlaunamerkið frá Jafnréttisstofu í janúar 2020.
Birt í september 2019
Frétt um jafnlaunavottun - endurnýjuð í september 2020
Frétt um jafnlaunavottun - endurnýjuð í nóvember 2021
Frétt um jafnlaunavottun - staðfest til 2025 í september 2022
Staðfesting frá Jafnréttisstofu