- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
Á öllum vinnustöðum eru í gildi ákveðnar reglur um viðveru. Sama á við í Flensborgarskólanum. Til þess að ná árangri í námi þarf að stunda námið af kostgæfni og sækja allar kennslustundir eins vel og kostur er.
Skólasókn
Veikindi
Leyfi
Hægt er að sækja um leyfi rafrænt á Innu, gegn staðfestingu foreldris/forráðamanns eða umsjónarmanns ferðar t.d. með keppnisliði, vegna eftirfarandi:
Athugið að kennarar veita ekki leyfi. Öll leyfi eða vottorð eru færð af skrifstofu eða aðstoðarskólameistara. Leyfi eru að hámarki veitt í 3-5 daga.
Nemendum eru ekki reiknaðar fjarvistir vegna viðurkenndra ferða á vegum skólans. Mikilvægt er að nemendur upplýsi kennara sína um fjarveru vegna viðurkenndra ferða og verði í sambandi við kennara um námstilhögun vegna leyfis.
Vakin er athygli á því að fái nemandi leyfi þá er leyfið eingöngu veitt frá kennslustundum en ekki námsmati líkt og t.d. verkefnaskilum.
Undanþágur frá mætingareinkunn
Vera kann að heilsa og aðstæður leyfi það ekki að nemandi sé í fullu námi. Þegar nemandi er mikið fjarverandi vegna veikinda áskilur skólinn sér rétt til að meta hvort hægt sé að heimila fullt nám, skert nám eða hvort viðkomandi nemandi taki sér tímabundið eða varanlegt leyfi frá námi við Flensborgarskólann.
Einkunnir fyrir skólasókn
Einkunn er gefin fyrir skólasókn og birtist hún í námsferli nemenda og á útskriftarskírteini. Skólasóknareinkunn er reiknuð á eftirfarandi hátt:
Skólasókn - Skólasóknareinkunn
98% - 100% 10
95% - 97% 9
92% - 94% 8
88% - 91% 7
83% - 87% 6
82% og undir Fall - 4
Óviðunandi skólasókn
Skólasókn nemenda er skoðuð samhliða miðannarmati. Nemendur með mætingaprósentu undir 83% fá formlega áminningu. Ef nemandi bætir ekki mætingu sína á hann ekki áframhaldandi skólavist vísa.
Annað
Þrisvar á önn eru fjarvistayfirlit send til nemenda og forráðamanna nemenda yngri en 18 ára.
Nemendur og kennarar geta skotið vafaatriðum til úrskurðar skólameistara.
Uppfært í mars 2022