- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
Viðfangsefni: Sund og ganga
Lýsing: Í áfanganum er bæði farið í sund og göngur. Í sundinu er farið í æfingar og drillur til að auka sundfærni í helstu sundtegundum; bringusundi, skriðsundi, baksundi o.fl. Einnig er unnið með þolæfingar í lengri vegalengdum í sundi. Farið er inn á hvernig hægt er að nýta möguleika vatnsins til endurhæfingar og styrktaræfinga.
Að nemandinn upplifi líkamlega og félagslega ánægju í gegnum hreyfinguna í sund og göngu.
Áfanginn er verklegur.
Forkröfur: HLSE1AH02 og 60 einingar í námsferli
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi hreyfingar og hvað hægt er að æfa líkamann með fjölbreyttum hætti
að þol-, styrktar- og liðleikaþjálfun skiptir miklu máli og er hægt að framkvæma í vatni líka
að hægt sé að nota ýmsar þjálfunaraðferðir til að koma sér í gott form
að gæði æfingarinnar skiptir meira máli heldur en tíminn
markmiðasetning
tækni í sundaðferðunum
forvarnargildi heilsuræktar fyrir líkama og sál
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
stunda líkams- og heilsurækt
nýta sér möguleika til að stunda heilsurækt í nánasta umhverfi
stunda líkams og heilsurækt með skipulögðum hætti
framkvæma þol-, styrktar- og liðleikaæfingar bæði á landi og í vatni
æfa undir góðu álagi í stuttan tíma
að geta framkvæmt æfingar á réttan hátt
synda ýmsar sundaðferðir sér til heilsubótar
tileinka sér tækni í mismunandi sundaðferðum
nýta sundferðir til þol- og styrktarþjálfunar
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
átta sig á mikilvægi hreyfingar fyrir andlega og likamlega líðan
stunda almenna hreyfingu sem viðheldur og bætir líkamlega getu
þekkja sinn líkama og geti fundið út hvaða álag henti honum best
nemandinn sé ánægður með sitt form og líði vel í sínum líkama
meta stöðuna sína í þoli, styrk og liðleika með æfingum á landi og í vatni
geta fundið út í framhaldinu hvaða líkamsrækt henti þeim
geta metið sitt heilsulæsi út frá styrk- og veikleika.
synda allar sundaðferðir sér til heilsubótar
tileinka sér tækni í mismunandi sundaðferðum