HLSE1ÚT03 (ST) - Heilsuefling og útivist - Starfsbraut

Viðfangsefni: Útivist.


Lýsing: Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynnist útivist og möguleikum til gönguferða utandyra. Innihald áfangans er breytilegt frá önn til annar og tekur mið af þeim hópi nemenda sem er skráður í áfangann hverju sinni. Gönguferðir verða farnar ýmist í nær- og/eða fjærumhverfi skólans. Nemendur fá leiðsögn í því að velja viðeigandi fatnað og skóbúnað sem henta til lengri og styttri gönguferða.


Forkröfur: Engar

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • möguleikum útvistar og göngu til að viðhalda eða bæta líkamsástand
  • að velja viðeigandi fatnað og skóbúnað eftir viðfangsefni hverju sinni
  • mikilvægi þess að setja sér markmið

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:·

  • ganga rösklega
  • auka þrek og úthald í göngu
  • taka tillit til aðstæðna hverju sinni
  • bera virðingu fyrir umhverfi sínu

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • fara í lengri eða styttri gönguferðir með fjölskyldu og vinum
  • öðlast öryggi í sínu nánasta umhverfi
  • fara í skipulagðar gönguferðir með hópi fólks t.d. ferðafélagi
  • njóta gönguferða og útivistar í tómstundum