Viðfangsefni: Þjálfun í tjáningu, framkomu og raddbeitingu.
Lýsing: Markmiðið er að efla tjáningu og auka sjálfstraust nemenda. Nemendur fá þjálfun í að koma fram, tjá sig á mismunandi hátt og rökstyðja mál sitt. Þeir fá tilsögn í raddbeitingu og látbragði eftir aðstæðum hverju sinni. Lögð verður áhersla á að nemendur hlusti á og virði sjónarmið annarra. Unnið verður með fjölbreytt umræðuefni.
Forkröfur: Engar
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- hvers konar orðræða er við hæfi hverju sinni
- mikilvægi mismunandi raddbeitingar
- mikilvægi þess að vera meðvitaður um líkamstjáningu
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- koma fram fyrir framan nemendahópinn
- taka þátt í umræðum
- tjá eigin skoðanir
- tjá sig um ákveðin málefni
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- vera meðvitaður um styrkleika sína
- efla sjálfstraust og trú á eigin getu
- hlusta á sjónarmið annara af víðsýni
- virða skoðanir annarra
- spyrja spurninga með gagnrýnu hugarfari