- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
Viðfangsefni: Barnabókmenntir - menningarheimur barna og unglinga
Lýsing: Í áfanganum kynnast nemendur sögu og þróun barna- og unglingabókmennta, bæði hér á landi og í nágrannalöndum okkar og fræðast um mál og menningarheim barna. Þeir fá þjálfun í lestri fræðigreina um efnið og gera grein fyrir lestrarreynslu sinni munnlega og skriflega. Ýmsir textar og sýnishorn barna- og unglingabókmennta verða lesin. Skoðað er hvað einkennir góðar barnabækur og fjallað um gildi þess að börn lesi og að lesið sé fyrir þau. Kennsla fer að hluta til fram í fyrirlestraformi en áfanginn byggist síðan á talsverðri verkefnavinnu. Þá horfa nemendur á fræðsluefni úr fjölmiðlum og netheimum og kvikmyndir sem gerðar hafa verið eftir íslenskum barnabókum. Hugtök og aðferðir við textarýni verða rifjuð upp og þjálfuð. Nemendur vinna að ýmsum smærri og stærri verkefnum, taka þátt í hópverkefnum, halda kynningar á lesnu efni og taka þátt í umræðum.
Forkröfur: ÍSLE2BM05
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: