- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
Viðfangsefni: Halldór Laxness og verk hans
Lýsing: Fjallað verður um ævi og starf nóbelsskáldsins Halldórs Laxness og gildi hans í íslenskri menningarsögu. Lögð verður áhersla á að nemendur kynnist verkum hans sem best, svo sem skáldsögum, smásögum, ljóðum, leikritum og greinum. Staða Halldórs í íslenskri bókmenntasögu 20. aldar verður skoðuð og fjallað um áhrif hans á bókmenntir þessa tíma og mótun sögunnar á hann. Nemendum verða kynntir helstu straumar og stefnur í þjóðfélags- og menningarmálum á þessum tíma. Unnið verður að margvíslegum verkefnum og hugtök og aðferðir við textarýni rifjuð upp og þjálfuð.
Einnig verður stuðst við margs konar fræðsluefni úr fjölmiðlum og netheimum ásamt kvikmyndum sem tengjast Halldóri og verkum hans. Farið verður að Gljúfrasteini, húsi skáldsins. Lögð verður áhersla á að efla læsi nemenda á fjölbreytta texta og þjálfa þá í ritun. Þá verður einnig kveðið ríkt á um sjálfstæði nemenda í vinnubrögðum og þátttöku þeirra í umræðum.
Forkröfur: ÍSLE 2MB05
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: