LÍFS1KY03 (ST) - Kynjafræði - Starfsbraut

Viðfangsefni: Kynjafræði.


Lýsing: Í áfanganum er unnið með stöðu kvenna og karla í nútímasamfélagi og hvernig samfélagið flokkar og raðar niður fólki eftir kyni. Fjallað verður um jafnréttisbaráttuna og jafnrétti í tengslum við mismun kynjanna, samskipti, sjálfsmynd og sjálfsvitund. Nemendur þjálfist í að greina samfélagið með kynjagleraugum og að rýna í fjölmiðla og dægurmenningu


Forkröfur: Engar

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • jafnréttisbaráttunni og áhrifum hennar
  • mikilvægi jafnréttis milli kynja
  • helstu hugtökum kynjafræðinnar
  • kynbundnu ofbeldi og afleiðingum þess

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:·

  • afla upplýsinga um jafnréttismál
  • taka þátt í umræðum um algeng álitamál sem tilheyra kynjafræðinni
  • greina stöðu og staðalmyndir kynjanna á sviðum samfélagsins
  • beita feminísku viðhorfi til að greina staðalmyndir og kynjaskekkju

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • taka ábyrga afstöðu til jafnréttismála
  • taka þátt í umræðum um jafnrétti á sjálfstæðan og rökréttan hátt
  • greina áhrif kynferðis á líf sitt og jafnframt gera sér grein fyrir hvernig hann getur hagnýtt sterkar hliðar sínar á skapandi hátt óháð kyni
  • að verða sér meðvitaður um réttindi sín hvað varðar jafnréttismál