MATR1HS03 (ST) - Hollur skyndibiti - Starfsbraut

Viðfangsefni: Hollur skyndibiti.


Lýsing: Í þessum áfanga er áhersla lögð á að nemendur útbúi fjölbreytta, einfalda og holla skyndibita. Áhersla er lögð á að vekja nemendur til umhugsunar um hollustu, samsetningu fæðutegunda og fæðuhringinn. Nemendur þjálfist í verklagi í eldhúsi.


Forkröfur: Engar

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • mikilvægi hollrar næringar og fjölbreyttu fæðuvali
  • fæðuhringnum og samsetningu fæðunnar
  • að þekkja hollt hráefni
  • viðeigandi verklagi við matargerð

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:·

  • velja hollt hráefni miðað við fæðuhring
  • meðhöndla mismunandi hráefni
  • sýna verklega færni
  • gæta hreinlætis við matargerð

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • setja saman og útbúa fjölbreytta, einfalda og holla skyndibita úr mismunandi hráefni
  • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum
  • sýna góða umgengni og hreinlæti við matargerð