MATR1MF03 (ST) - Matreiðsla og matarmenning - Starfsbraut

Viðfangsefni: Matreiðsla og matarmenning.


Lýsing: Áhersla er breytileg milli anna og tekur mið af þeim nemendahópi sem er skráður í áfangann hverju sinni. Nemendur kynnast mismunandi matarmenningu og fjölbreytni.


Forkröfur: Engar

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • fjölbreyttu matarræði
  • fjölbreyttri notkun á hráefni
  • hugtakinu matarmenning og hversu ólík hún getur verið
  • sjálfstæðum vinnubrögðum, samvinnu og verkaskiptingu

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:·

  • lesa og greina fjölbreyttar uppskriftir undir handleiðslu kennara
  • fara eftir leiðbeiningum
  • vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra
  • elda nýja og framandi rétti

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • kynnast nýjum matarhefðum
  • kynnast fjölbreyttri matarmenningu
  • vera sjálfbjarga í fjölbreyttri matreiðslu
  • þekkja styrkleika sína og geta nýtt þá á jákvæðan hátt
  • vinna með öðrum og sjálfstætt