SAGA2MS05 - SAGA2MS05 - Saga - Heimssaga

Viðfangsefni: Heimssaga fyrir nýnema

Lýsing: Áfanginn er inngangsáfangi um sögu mannkyns. Í áfanganum er heimssagan skoðuð í öllum byggðum heimsálfum jarðar en frá mismunandi tímabilum. Frá Karlamagnúsi og ríki hans að Ottómönum og frumbyggjum Ameríku. Það er saga styrjalda, stjórnmála, tækniframfara, hamfara og trúarbragðaátaka. Áfanginn er góður grunnur til að auka skilning á þeim heimi sem við sjáum í dag.

Áfanginn er undanfari áfanganna SAGA2FT05 og SAGA2NT05. Nemendur læra vinnubrögð og námshætti sögu með sérstaka áherslu á sjálfstæð vinnubrögð og akademísk heilindi.

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • þróun og orsakasamhengi þeirra atburða sem fjallað er um
  • hugtökum sem höfð eru um sögulega atburði og geri sér grein fyrir breytilegri merkingu þeirra
  • lýðræðis- og þjóðfrelsisþróun þeirra ríkja og menningarheima sem fjallað er um
  • mismunandi tegundum heimilda, ólíkum aðferðum við heimildaleit og grunnþekkingu í heimildarýni
  • ólíkum miðlunarformum fyrir sögulegt efni
  • því hvernig þau ríki sem fjallað er um mótuðu sögu og menningu okkar í dag

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • lesa og túlka sagnfræðilegan texta
  • nýta sér fjölbreyttar tegundir heimilda og meta gildi þeirra og áreiðanleika
  • nota ólík miðlunarform fyrir söguleg efni; t.d. skrifa ritgerðir og blaðagreinar og undirbúa og flytja fyrirlestur fyrir jafningja sína
  • starfa saman að ólíkum verkefnum
  • bera saman tímabil og svið og skoða mannkynssöguna í samhengi
  • beita gagnrýninni hugsun á heimildir og eigin skoðanir

 

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • koma söguskilningi og söguþekkingu á framfæri með fjölbreyttum hætti
  • geta tekið þátt í skoðanaskiptum og rökræðum með jafningjum um sagnfræðileg efni
  • sýna umburðarlyndi og víðsýni í umfjöllun um söguleg viðfangsefni
  • leggja mat á eigin frammistöðu og annarra
  • meta framlag liðinna kynslóða til mótunar nútímans
  • öðlast skilning á samtímaatburðum og greina orsakasamhengi þeirra

Einingar: 5