SÁLF2AU05 - Sálfræði - Auglýsingasálfræði
Viðfangsefni: Auglýsingar, áróður, brellur og brögð
Lýsing: Áfanginn fjallar um helstu kenningar og hugtök innan auglýsinga- og neyslusálfræði. Fjallað er um sögu auglýsingasálfræðinnar og þær sálfræðilegu kenningar og hugtök sem liggja að baki auglýsingum til að hafa áhrif á hugsun, hvatir, hegðun, s.s. ákvörðunartöku og tilfinningar neytandans. Skoðaðar eru meðal annars sálfræðikenningar atferlisstefnunnar og mannúðarsálfræðinga og auglýsingasálfræðileg hugtök eins og „FOMO“, „Priming“, „Social proof“ og fleiri tegundir sannfæringartækni. Þá er einnig fjallað um sálfræði lita, áhrifavalda og samfélagsmiðla, staðalmyndir kynjanna og áhrif óbeinna auglýsinga m.a. í kvikmyndum. Einnig er fjallað um þau vefspor sem fólk skilur sig sem hjálpar markaðsfólki að sníða markaðsefni fyrir allt frá fáum einstaklingum til stærri hópa. Áhersla er lögð á að nemendur læri bæði að þekkja leiðir til að hafa áhrif á neytendur út frá sálfræðilegum þáttum og geri sér grein fyrir umfangi og áhrifum sem auglýsingar hafa á sjálfsmynd, kaup- og neysluhegðun og viðhorf neytenda, og verði meðvituð um þau miklu áhrif sem auglýsingar í sínum ólíku birtingarmyndum samtímans hafa á samfélag okkar.
Forkröfur: Engar
Þekkingarviðmið: nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu þáttum í sögu auglýsinga- og neyslusálfræðinnar og skilji þær breytingar sem hafa orðið á greinunum.
- áhrifum lita í auglýsingum.
- grunnþáttum sálfræðinnar í auglýsingum eins og að hafa áhrif á tilfinningar, hvatir, upplifun, sjálfsmynd, ákvarðanatökur og viðhorf neytandans.
- ýmsum tegundum sannfæringartækni og hvernig þau hafa áhrif mannlega þætti, svo sem tilfinningar, hvatir, sjálfsmynd, ákvarðanir, viðhorf og kauphegðun
- eðli og hugmyndafræði samfélagsmiðla og áhrifavalda sem tækis til að hafa jákvæð og neikvæð áhrif á sálræna þætti.
- þeim staðalmyndum kynjanna sem birtast í auglýsingum og kvikmyndum
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- greina hugtök auglýsingasálfræðinnar í auglýsingum
- búa til auglýsingar með þeirri sannfæringartækni sem notuð er í auglýsingum
- greina og vera gagnrýnin á þá sannfæringartækni sem notuð er í auglýsingum
- lesa út úr og skilja helstu rannsóknarniðurstöður á þessu sviði
- greina óbeinar auglýsingar og áhrif þeirra
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni og geta:
- átta sig á hvernig auglýsingar hafa áhrif á daglegt líf
- geta útskýrt áhrif auglýsinga á sjálfsmynd, hugsanir, tilfinningar og hegðun fólks
- skapað og miðlað fræðilegum hugtökum og sálfræðikenningum á skipulagðan og skiljanlegan hátt
- gert sér grein fyrir áhrif auglýsingasálfræði á daglegt líf og komið þeirri þekkingu á framfæri við aðra
- metið siðferðisleg álitamál auglýsinga
- beitt kenningum og hugtökum auglýsingasálfræðinnar á hagnýtan hátt, t.d. við gerð auglýsinga
- greint og skilið hvað hefur áhrif á neytendur í kaupferli og val á vörum og þjónustu
- öðlist hæfni til gagnrýnnar hugsunar á auglýsingaefni og markaðssetningu