STFR1JV03 (ST) - Jafnrétti á vinnumarkaði og vinnuvernd - Starfsbraut

Viðfangsefni: Jafnrétti á vinnumarkaði og vinnuvernd.


Lýsing: Í áfanganum er áhersla lögð á umfjöllun um jafnrétti í atvinnulífinu almennt, um jafnrétti kynjanna og jafnrétti fólks með fötlun og skerta starfsgetu til atvinnuþátttöku á almennum vinnumarkaði. Jafnframt verður fjallað um vinnuvernd, öryggismál á vinnustöðum og mikilvægi þess að vera ábyrgur starfsmaður. Áfanganum er ætlað að búa nemendur undir virka þátttöku í atvinnulífinu.


Forkröfur: Engar

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • jafnrétti kynjanna og stöðu þeirra í atvinnulífinu
  • jafnrétti fólks með fötlun og skerta starfsgetu og stöðu þeirra í atvinnulífinu
  • öryggismálum í starfsumhverfinu
  • mikilvægi þess að fylgja settum verklagsreglum


Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:·

  • átta sig á um mikilvægi jafnréttis almennt í atvinnulífinu
  • átta sig stöðu kynjanna í atvinnulífinu
  • átta sig á stöðu fólks með fötlun og skerta starfsgetu í atvinnulífinu
  • meta hættur í vinnuumhverfinu
  • fylgja öryggisreglum

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • meta stöðu jafnréttismála í atvinnulífinu
  • taka þátt í umræðum um viðfangsefni áfangans
  • sýna ábyrga hegðun á vinnustað