STFR1NS03 (ST) - Nám og störf að loknu námi á starfsbraut - Starfsbraut

Viðfangsefni: Námslok - hvað tekur við að skóla loknum.


Lýsing: Í áfanganum fá nemendur fræðslu um þá möguleika sem bjóðast að loknu námi á starfsbraut hvað varðar frekara nám og störf. Ýmsir þjónustuaðilar, stofnanir, félög og hagsmunasamtök eru kynnt fyrir nemendum. Í áfanganum er jafnframt farið yfir útskrift og útskriftardaginn.
Áfanganum er ætlað að búa nemendur undir virka þátttöku í atvinnulífinu.


Forkröfur: Engar

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • möguleikum hans til frekara náms
  • hvar hægt er að leita að störfum við hæfi
  • opinberum þjónustustofnunum
  • hvernig útskrift fer fram

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:·

  • leita upplýsinga á netinu um opinbera þjónustu (t.d. á netinu)
  • leita að og nýta sér upplýsingar á um nám og störf (t.d. á netinu)

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • meta möguleika sína hvað varðar nám, atvinnu, búsetu og áhugamál
  • gera ferilskrá
  • taka þátt í útskrift