STFR1RS03 (ST) - Réttindi og skyldur á vinnumarkaði - Starfsbraut

Viðfangsefni: Réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Stéttarfélög og hlutverk þeirra.


Lýsing: Í áfanganum er fjallað um réttindi og skyldur á vinnumarkaði, stéttarfélög og hlutverk þeirra á vinnustöðum. Jafnframt er fjallað um kjaramál, skatta og skyldur launþega og vinnuveitenda. Áfanginn er liður í því að búa nemendur undir virka þátttöku í atvinnulífinu.


Forkröfur: Engar

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • mikilvægi þess að öllum réttindum fylgja ákveðnar skyldur
  • réttindum, ábyrgð og skyldum launþega og vinnuveitenda
  • hlutverki stéttarfélaga
  • kjaramálum
  • skattamálum

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:·

  • nálgast upplýsingar um réttindi og skyldur á vinnumarkaði (t.d. af netinu)
  • afla sér upplýsinga um eigin réttindi á vinnustað
  • vera meðvitaður um eigin réttindi og skyldur á vinnumarkaði

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • geta tekið þátt í umræðum um kjaramál, réttindi og skyldur á vinnustað
  • vera meðvitaður um kjaramál, réttindi og skyldur á vinnumarkaði.
  • þekkja helstu samtök launafólks í eigin starfsumhverfi
  • þekkja hlutverk stéttarfélaga