- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
Viðfangsefni: Margmiðlun.
Lýsing: Í áfanganum kynnast nemendur grundvallaratriðum margmiðlunar og upptöku bæði á mynd og hljóði. Aðal áhersla er lögð á skapandi vinnu í verkefnum sem krefjast persónulegrar nálgunar. Markmið áfangans er að nemendur nýti kunnáttu sína í margmiðlun til að vinna sjálfstæð verkefni undir leiðsögn kennara. Áhersla er lögð á að undirbúa upptöku, tímaramma og umhverfi við upptöku á hljóði og jafnframt sjónarhorn og lýsingu við upptöku á mynd. Nemendur kynnast þeim möguleikum sem fólgnir eru í að endurraða fyrirliggjandi efni með klippingu og vinna með klippiforrit á eigin efni, en gera jafnframt fjölbreyttar tilraunir með fundið efni, t.d. af netinu. Áfanganum lýkur með sjálfstæðu verki þar sem nemendur velja sér efnivið og miðil sem hentar hugmyndum þeirra og áhugasviði.
Forkröfur: Engar
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:·
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:hanna einfaldan vef: