UPPT1RN03 (ST) - Ritvinnsla og netnotkun - Starfsbraut

Viðfangsefni: Ritvinnsla, póst og samskiptanet og ábyrg netnotkun.


Lýsing: Áhersla á að nemendur kynnist helstu póst og samskiptanetum skólans. Einnig helstu aðgerðum ritvinnslu til að vinna með texta og gera hann læsilegri. Farið verður yfir helstu þætti um ábyrga netnotkun og siðferði á netinu. Auk þess verður farið yfir höfundarétt efnis á netinu og hvort við getum notað efnið í námi og starfi.


Forkröfur: Engar

Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu póst- og samskiptanetum
  • hugbúnaði/forritum og öðrum búnaði við upplýsingleit
  • helstu aðgerðum til framsetningar og miðlunar á texta
  • miðlun þekkingar á fjölbreyttan hátt
  • höfundarétti og notkun heimilda
  • reglum um ábyrga netnotkun
  • mati á áreiðanleika upplýsinga á netinu

Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • markvissri notkun póst- og samskiptaneta
  • nota hugbúnað við upplýsingaleit
  • móta og setja fram texta á ýmsan máta og átta sig á læsileika hans
  • nýta netið til samskipta á öruggan hátt

Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • vinna í póst- og samskiptanetum
  • meta, varðveita og miðla upplýsingum og þekkingu á skipulagðan hátt
  • vinna að mótun texta á ýmsan máta og stuðla þannig að læsileika hans
  • virði höfundarétt í vinnu með gögn af ýmsum toga
  • beita sjálfstæðum vinnubrögðum