Brautskráning stúdenta fer fram á morgun, föstudaginn 19. desember, kl. 14

Stúdentsefni mæta um kl. 13:30 á kaffistofu starfsfólks í Hamri með stúdentshúfuna meðferðis og auðvitað góða skapið líka. Við minnum á að stúdentsefni mega bjóða með sér 3-4 gestum. Að útskriftarathöfn lokinni fara nýstúdentar í myndatöku á efri hæð skólans áður en haldið er út í lífið.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll.