- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
Hátíðleg stund í skólastarfi þar sem lögð er áhersla á félagstengsl og námsmenningu ungs fólks.
Flensborgarskólanum í Hafnarfirði brautskráði í dag við hátíðlega athöfn 35 nemendur af þremur námsbrautum; viðskipta og hagfræðibraut, opinni námsbraut og starfsbraut. Tíu þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans og tveir af tæknisviði skólans.
Hæstu einkunn hlaut Katja Lilja Andryisdóttir, með einkunnina 8,03 á stúdentsprófi. Katja Lilja útskrifaðist af opinni braut og íþróttaafrekssviði. Hún fékk viðurkenningar frá skólanum fyrir góðan árangur í ensku, spænsku og íþróttaafreksgreinum. Ninja Sól Róbertsdóttir var með næsthæstu einkunn á stúdentsprófi, 7,73 af opinni braut. Þriðju hæstu einkunn á stúdentsprófi hlaut Nouralhoda Alazab, 7,72. Þá fékk Nouralhoda Alazab viðurkenningu frá Sorptimistaklúbbi Garðabæjar og Hafnarfjarðar fyrir þrautseigju í námi og dugnað á námstímanum og verðlaun í íslensku fyrir miklar framfarir og einstakan áhuga á tungumálinu. Við óskum þeim og nýstúdentunum öllum hjartanlega til hamingju með áfangann.
Erla Sigríður Ragnarsdóttir, skólameistari, og Júlía Jörgensen, aðstoðarskólameistari, fluttu ávörp og fóru yfir viðburðaríka önn þar sem segja má að 143 ára afmæli skólans fyrr í vetur með heimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, en einnig fræðslu um mikilvægi góðs svefns fyrir ungt fólk og vígslu útikennslustofu, hafi verið hápunktur starfsins á önninni. Skólastarfið var almennt farsælt á önninni þar sem áhersla hefur verið lögð á góða líðan nemenda, eflingu félagstengsla í bekkjarkerfi á fyrsta ári og sterka námsmenningu. Hljómsveitin Ylja söng jólalög við athöfnina og Kári Þormar lék undir hátíðarsöng. Einnig var veittur styrkur, kr. 600.000, úr fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar en hann hefur verið veittur á hverri útskrift á jólum frá 1992. Þóra Nanna Jónasdóttir, kandídatsnemi í læknavísindum við Háskólann í Kaupmannahöfn, er styrkþegi sjóðsins að þessu sinni en rannsókn hennar byggir á notkun segulómmynda og samanburði á rúmmáli heilahólfa til þess að geta stutt við betri skilning á taugahrörnunarsjúkdómum, eðli þeirra og þróun.