Brautskráning stúdenta frá Flensborg 20. desember 2022

Brautskráning stúdenta frá Flensborg 20. desember 2022

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði brautskráði í dag 43 nemendur. Nemendur útskrifuðust af fjórum brautum skólans; félagsvísinda-, raunvísinda-, viðskipta og hagfræði- og opinni braut. Tíu þeirra luku einnig námi á íþróttaafrekssviði skólans og einn af listnámssviði.

Hæstu einkunn hlaut Guðrún Edda Min Harðardóttir, með einkunnina 9,87 á stúdentsprófi. Er þetta með hæstu lokaeinkunnunum við skólann. Guðrún Edda hlaut viðurkenningu fyrir góðan árangur í raungreinum á stúdentsprófi frá Háskólanum í Reykjavík. Einnig hlaut hún styrk frá Rio Tinto og verðlaun fyrir góðan árangur í ensku og íslensku á stúdentsprófi. Hún hlaut einnig viðurkenningu frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar fyrir góðan árangur á stúdentsprófi. Elísabet Anna Pétursdóttir var með næsthæstu einkunn á stúdentsprófi, af félagsvísindabraut. Hún fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í spænsku.

Einn starfsmaður var kvaddur eftir farsælan feril við kennslu en það er Ragnheiður H. Kristjánsdóttir, dönskukennari. Einnig var veittur styrkur, kr. 500.000, úr fræðslusjóði Jóns Þórarinssonar en hann hefur verið veittur á hverri útskrift á jólum frá 1992. Hrannar Björnson, meistaranemi í skapandi skrifum við Sarah Lawrence College í New York fylki, er styrkþegi sjóðsins að þessu sinni en hann stefnir á að ljúka framhaldsnámi sínu í Bandaríkjunum næsta vor með meistaraverkefni sínu þar sem hann hefur þróað sín ritverð með yfirnáttúrulegu sniði þar sem oft eru séríslensk fyrirbæri fyrri tíma mætt í bandarískar kringumstæður.  Þá fékk skólinn veglega gjöf frá Lionsklúbbi Hafnarfjarðar en þeir félagar Magnús Ingjaldsson og Ingvar Viktorsson afhentu við útskrift stjörnukíki sem nemendur koma til með að njóta góðs af.

Skólinn þakkar nemendum og starfsfólkið fyrir gott samstarf á önninni og óskar nýstúdentum til hamingju með áfangann.