Berlínarferð sögunema

Nemendur í söguáfanga um helförina héldu í fimm daga ferð til Berlínar fyrir skemmstu ásamt kennurunum Styrmi og Júlíu Bjarneyju. Hópurinn skoðaði ýmsa staði borgarinnar sem tengjast helförinni og fékk meðal annars leiðsögn um Sachsenhausen fangabúðir nasista og íslenska leiðsögn Berlína í Þriðja ríkis ferð um borgina.
Hluti hópsins fór á fótboltaleik Hertha Berlin á Ólympíuleikvanginum, sem byggður var 1936, hluti hópsins skoðaði þýska sögusafnið, fór á gyðingasafnið og á slóðir múrsins sem skipti borginni í austur og vestur til ársins 1989.
 
Ferðin gekk í alla staði vel og hópurinn kom margs vísari til baka.