- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
Skólastarfið er nú komið vel á veg og meðfylgjandi eru Flensborgarfréttir, fréttabréf með upplýsingum um allt það helsta í skólastarfinu. Endilega smellið hér og lesið en við viljum minna á þrennt:
Tölvuaðstoð skólans má finna á bókasafninu mánudaga og miðvikudag á milli 08:30 og 11:30. Afar mikilvægt er að nemendur sé tengdir í Office umhverfi skólans og þar geta e.t.v. foreldrar einnig hjálpað til. Ítarlegar leiðbeiningar má a.m.k. finna á heimasíðu skólans, sjá hér https://www.flensborg.is/is/leidbeiningar/tolvuthjonusta/office-365.
Tilkynningar vegna veikinda nemenda fara fram í INNU, neðarlega á forsíðunni, undir hnappnum skrá veikindi.
Kynningarfundur með foreldrum nýnema fer fram eftir helgi, eða mánudaginn 8. september kl. 17:00. Þar förum við yfir stoðþjónustu skólans, helstu reglur og verklag í náminu o.fl. Verið hjartanlega velkomin!