- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
Skólastarfið í Flensborgarskólanum er farið af stað. Hingað streymdu um 670 nemendur í hús á miðvikudaginn og líf og fjör færðist yfir húsið. Nemendahópurinn er fjölbreyttur og það er von okkar að nemendur eigi allir eftir að njóta sín í náminu hjá okkur. Nemendaþjónusta skólans er margþætt og það er um að gera að kynna sér hana vel. Við gerum t.d. ráð fyrir því að bæði raungreinaver og jafningjakennsla í raungreinum og stærðfræði fari af stað á næstu dögum. Þá er ritver skólans einnig hentugur vettvangur til að fá aðstoð með heimaverkefni, svo fáein dæmi séu tekin af þeim stuðningi sem við getum veitt nemendum okkar.
Í dag kynnum við nýtt fréttabréf, Fréttir úr Flensborg. Þar má lesa um það helsta sem framundan er í skólastarfinu. Endilega kynnið ykkur þessar helstu dagsetningar á viðburðum skólans og/eða NFF. Þá er líka gott að fylgjast með heimasíðu og samfélagsmiðlum skólans. Þar komum við m.a. sögum og fréttum af öllu því frábæra starfi sem hér á sér stað á framfæri.