Flensborgarlundur stækkar

Útskriftarhópur annarinnar ásamt öflugri umhverfisnefnd skólans fór í skógræktina á dögunum og gróðursetti 70 ný tré. Að því tilefni skrifaði umhverfisnefndin stutta frétt á samfélagsmiðla og birtum við hana hér með:

Í maí árið 2025 var Flensborgarlundur stofnaður þegar fyrstu 10 trén voru gróðursett til að marka upphaf nýrrar hefðar. Lundurinn hefur nú þegar tekið að vaxa og dafna og núna 14. október fórum við með útskriftarhóp í fyrsta skiptið til að halda áfram þessu fallega verkefni.

Við gróðursettum 70 ný tré í lundinum og gekk það allt einstaklega vel. Það var gott veður þennan dag og allir lögðu sig fram um að gera daginn að eftirminnilegri upplifun. Við hlökkum mikið til að halda áfram að rækta þennan stað og sjá Flensborgarlund vaxa og verða að lifandi tákni um samkennd, samstöðu og framtíðarsýn nemenda Flensborgarskólans.