Hér má sjá fréttabréf með því helsta úr lífinu hér í Flensborg. Við vekjum sérstaklega athygli á birtingu miðannarmats í INNU en það á að gefa nemendum góða tilfinningu fyrir námsstöðunni á önninni. Þá hefur fjarvistaryfirlit einnig verið sent út en afar mikilvægt er að huga vel að mætingu og ástundun á lokasprettinum sem framundan er, eða fram að fyrstu lokaprófunum föstudaginn 5. desember nk.
