Gettu betur

Þátttöku Flensborgarskólans í spurningakeppninni Gettu betur þetta árið er nú lokið. Liðið keppti gegn liði Framhaldsskólans á Húsavík í byrjun janúar og bar þar sigur úr býtum. Næsta viðureign var gegn Verslunarskóla Íslands þar sem liðið okkar beið lægri hlut og er því úr leik að þessu sinni. Keppendunum Mikael Aldan, Styrmi Ása og  Andreu Líf er hér með þakkað fyrir þeirra framlag til keppninnar 2026.