- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
Flensborgarskólinn hefur afhent Þjóðskjalasafni Íslands gögn til varðveislu eins og skylt er. Gögnin eru frá löngu tímabili og innihalda meðal annars einkunnir, tímarit skólans og bréf. Að undirbúa og að skila gögnum er mikil vinna og kostnaðarsöm og komu margar hendur að verkinu enda saga skólans löng. Það var því löngu tímabært að skila hluta af opinberum gögnum úr sögu skólans til safnsins. Það er fagnaðarefni að verkefnið sé í höfn en í framhaldinu er mikilvægt að huga að vörslu rafrænna gagna og er það framtíðarverkefni skólans til lengri tíma.
Á myndinni má sjá Sigrúnu Karlsdóttur, fyrrum fulltrúa á skrifstofu við undirbúning sl. vorönn.
