H-eldri Flensborgarar í heimsókn

Við buðum h-eldri Flensborgurum til hádegisverðar og á stutta kynningu um skólastarfið. Það hefur auðvitað breyst í tímans rás, en þau ekki neitt!💛 Hópurinn átti saman góða stund ásamt starfsfólki skólans þar sem farið var yfir málin og rifjaðar upp sögur af starfsferlinum sem hjá sumum var býsna langur.

Kærar þakkir fyrir komuna, alltaf gott að sjá ykkur💛🩶