Þriðja árs nemar í efnafræði fóru ásamt Írisi efnafræðikennara í heimsókn í álverið í Straumsvík í vikunni. Bjarni Már upplýsingafulltrúi tók á móti hópnum og fræddi nemendur um álframleiðslu allt frá súráli til tilbúinna álstanga. Hópurinn fór svo í skoðunarferð um svæðið og skoðaði m.a. rafgreiningarskálann.
Við þökkum kærlega fyrir góðar móttökur.