Opið fyrir umsóknir í Fræðslusjóð Jóns Þórarinssonar

Fræðslusjóður Jóns Þórarinssonar hefur það hlutverk að styrkja til framhaldsnáms nemendur sem hafa lokið stúdentsprófi frá Flensborgarskólanum, hafa lokið grunnnámi á háskólastigi og eru í framhaldsnámi. Úthlutað hefur verið úr sjóðnum síðan árið 1992, alltaf á brautskráningu í desember.

Umsóknum þarf ekki að skila á sérstöku eyðublaði, en þeim þurfa að fylgja staðfest gögn um námsferil eftir að námi í Flensborgarskólanum lauk auk annarra upplýsinga sem umsækjendur telja að styðji þeirra umsókn.