- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
Í gær skrifuðu bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Flensborgarskólinn og Tækniskólinn, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu og Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins undir samstarfsyfirlýsingu vegna barna í viðkvæmri stöðu. Markmiðið er að fyrrnefndir aðilar vinni saman til að stuðla að farsæld fyrir börn sem eru í viðkvæmri stöðu í Hafnarfirði og draga þannig úr líkum á ítrekuðu ofbeldi.
Á forsíðumyndinni eru Íris Dögg Harðardóttir, frá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, Erla S. Ragnarsdóttir, skólameistari Flensborgarskólans, Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, Valdímar Víðisson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans og Einar Jónsson frá sýslumannsembættinu á höfuðborgarsvæðinu. Nánar má lesa um samstarfið á vefsíðu Hafnarfjarðarbæjar, sjá hér.