Skuggakosningar til Alþingis
25.11.2024
Á dögunum fóru Skuggakosningar fram en með þeim fá framhaldsskólanemendur um land allt tækifæri til að láta hug sinn í ljós hvað varðar komandi Alþingiskosningar. Tilgangurinn með þessu verkefni er að efla lýðræðisvitund ungs fólks og hvetja það til að kjósa þegar það hefur öðlast kosningarétt. Það var stemning á kjörfundi í Flensborg og öllum leikreglum fylgt eftir þannig að þetta var bæði lærdómsríkt og skemmtilegt ferli fyrir nemendur að upplifa.
Það verður spennandi að sjá hvernig kosningarnar fara, úrslit verða birt þegar kjörstöðum hefur verið lokað á kjördag þann 30. nóvember næstkomandi.