Stúdentar frá Flensborgarskólanum hlutu styrki úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands

Þau Bergur Fáfnir Bjarnason og Hekla Sif Óðinsdóttir, stúdentar frá Flensborgarskólanum, hlutu á dögunum styrk úr Afreks- og hvatningarsjóði stúdenta Háskóla Íslands. Styrkir eru veittir nýnemum við Háskóla Íslands sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og/eða íþróttum.

Nánari upplýsingar um verðlaunin og verðlaunahafana eru á vef Háskóla Íslands

https://hi.is/frettir/afreksnemar_toku_vid_namsstyrkjum_i_haskola_islands

Til hamingju kæru Bergur Fáfnir og Hekla Sif!