Þjóðfræðinemar hittast í Hellisgerði

Nemendur í þjóðfræði hafa verið að læra um hefðir og siði upp á síðkastið. Af því tilefni fórum við í Hellisgerði en þar má finna áhugaverð upplýsingaskilti um íslenskar jólahefðir. Nemendur fóru í ratleik um garðinn, lærðu ýmislegt um jól hér áður fyrr og nutu náttúrunnar í þessari perlu sem við Hafnfirðingar eigum.