Fjöldi hlaupara kom saman á Strandgötu í blíðviðri í gær til þess að hlaupa til stuðnings Píeta samtökunum í Flensborgarhlaupi. Hlaupið fór einkar vel fram enda gott utanumhald bæði meðal starfsfólks og nemenda. Framhaldsskólameistarinn í ár kom úr FG, Gabríel Máni de Sousa, en verðlaun voru veitt í öllum flokkum fyrir bæði eldri og yngri en 18 ára.
Við þökkum kærlega öllum þátttakendum og stuðningsaðilum hlaupsins fyrir að vera með og styðja við okkur alla leið

