Þeir nemendur sem hafa hug á að sækja um skólavist í Flensborg fyrir næstu önn geta gert það núna.
Opnað hefur verið fyrir umsóknir í gegnum island.is og er hægt að sækja um skólavist út nóvembermánuð.
Kynningarefni um skólann, námsbrautir og fleira er aðgengilegt hér á heimasíðunni og hvetjum við ykkur öll til að skoða það vel.